Logo

Líf og fjör í Eskifjarðarhöfn

Síðast liðinn sunnudag unnu starfsmenn Tandrabergs að löndun á þremur ísfisktogurum samtímis á Eskifirði.
Það voru Sóley Sigurjóns GK, Vörður EA og Frosti ÞH sem komu inn til löndunar með samtals tæplega 800 kör af bolfiski. Aflanum var ekið suður og norður í land samtals 11 bílfarmar. Í gær, mánudag, landaði síðan Berglín GK rúmlega 300 körum og því komu samtals um 1.100 kör að landi á Eskifirði á sunnudag og mánudag. Von er á þremur togurum til löndunar á Eskifirði á morgun miðvikudag.
Meðfylgjandi myndir tók Einar Birgir Kristjánsson á sunnudaginn.

Tandraberg ehf. Kt: 601201-4960, Strandgötu 6-8, 735 Fjarðabyggð. Sími: 477-1065 Fax: 477-1066