Snjóflutningar fyrir Fortitude

Það er fátt sem Tandraberg tekur ekki að sér. Það var því auðsótt mál þegar Pegasus sló á þráðinn og óskaði eftir liðsinni Tandraberg við gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Fortitude. Liðsinnið fólst í því að flytja snjó ofan af Fagradal og niður á Reyðarfjörð. Tandraberg brást skjótt við og sendi þrjá bíla til verksins. Á meðfylgjandi myndum er verið að moka snjó á einn af bílum Tandrabergs í blíðunni sem alltaf virðist gera vart við sig þegar tökur á þáttaröðinni fara fram.