Landanir vikunnar

Starfsmenn Tandrabergs eru þessa stundina að ljúka við löndun á 1900 tonnum af kolmunna úr Jóni Kjartanssyni sem kom til Eskifjarðar í gærkvöldi.

Bjartur landaði á Neskaupstað á þriðjudagsmorgun um 100 tonnum af bolfiski og línuskipið Anna EA landaði svipuðu magni á Eskifirði síðar um daginn.

Þá luku starfsmenn Tandrabergs við löndun á tæpum 48 þúsund tonnum af súráli á Mjóeyrarhöfn í gærmorgun. Það var gamall kunningi, Lowland Opal sem kom með farminn frá Sao Luis í Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Það tók því fimm og hálfan sólahring að tæma skipið.