Tvær mjölútskipanir á innan við viku

Starfsmenn Tandrabergs skipuðu út um 2400 tonnum af kolmunnamjöli á tæpri viku á Eskifirði. Á fimmtudaginn í síðustu viku kom Hav Sand til Eskifjarðar og lestaði rúmlega 1140 tonn og Pluto var síðan mættur á miðvikudagsmorguninn til þess að lesta ríflega 1230 tonn af mjöli. Oftast líður ekki svo stuttur tími á milli afskipana á mjöli á Eskifirði en það kemur þó fyrir. 

Af öðrum skipakomum er það að frétta að Bjartur NK landaði rúmum 90 tonnum á mánudaginn á Neskaupstað. Bjartur er væntanlegur til löndunar mánudaginn 30. júní og þann sama dag stendur til að Barði NK komi inn til löndunar á Neskaupstað

Á meðfylgjandi mynd má sjá Smára sturta 17 tonnum á færibandið þegar Hav Sand var lestað í síðustu viku.

Mjölútskipun