Góð vika

Vikan sem nú er að líða hefur verðið ágæt fyrir Tandraberg. Landað hefur verið tvisvar upp í grænlenska loðnuskipinu Polar Amaroq, frosinni loðnu. Samtal 1400 tonnum. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson landað um liðna helgi á Eskifirði 10 þúsund kössum af frystum afurðum. Nú stendur yfir londun úr frystitogaranum Barða á Neskaupsstað einng ca 10 þúsund kassar. Kaldbakur landaði á miðvikudag í Neskaupsstað umþb 400 körum af ísuðum fiski. Jón Kjartansson kom til Eskifjarðar á Miðvikudag með fullermi eða 2300 tonn af kolmunna sem landað var til bræðsli.

Þrátt fyrir ágætan gang eru blikur á lofti þar sem úthlutaðu loðnukvóti er mjög lítill en vonir standa til þess að meirra finnist af loðnu á komandi dögum.