Makrílvertíðin í fullum gangi

Kallarnir klárir í 1100 tonna löndun

makril

Undanfarnar vikur hefur verið mikið að gera hjá starfsmönnum Tandrabergs. Landburður hefur verið af makríl og á s.l. 3 vikum hafa starfsmenn félagsins landað u.þ.b. 13.000 tonnum af frosnum afurðum, stærstur hluti þess er makríll, en þó hafa grænlensk skip landað um 2400 tonnum af norsk-íslenskri síld. Þessu fylgir að mikil sala er á vörubrettum og enn sem fyrr er það Síldarvinnslan sem er lang-stærsti kaupandi brettanna. Brettasmíðavélin sem við tókum í notkun á síðasta ári hefur sannað ágæti sitt og smíðuð hafa verið upp í 1000 bretti á dag í vélinni. Þá hafa starfsmennirnir einnig á þessum tíma skipað út 2400 tonnum af fiskimjöli auk þess að skipa út hluta af þessum afurðum sem landað hefur verið. Ýmist í gáma eða beint í flutningaskip. Einnig hefur Ljósafell SU frá Fáskrúðsfirði landað hjá okkur undanfarnar vikur og undantekningalaust hefur skipið komið með fullfermi að landi.