Verkefnafréttir.

Ágætis verkefnastaða er um þessar mundir hjá Tandraberg.

Reiknað er með að landa umþaðbil 1800 tonnum af frystum uppsjávarfiski í vikunni. Eru það skipin Aðalsteinn Jónsson, Hákon og Huginn sem um ræðir. Unnið er frá 6 á morgnana til kl 8 á kvöldin við vörubrettasmíði, brettin eru notuð undir þann afla sem við löndum auk þess sem Loönuvinnslan og Síldarvinnslan eru stórir kaupendur.

Næg verkefni eru amk næstu tvo mánuðina hjá verktakadeildinni. Eru þau verkefni í Álverinu þar sem unnið er að ýmsim umhverfisverkefnum auk þess sem í þessari viku klárast að fylla að grunni nýrrar kersmiðju.