Löndun úr Aðalsteini Jónssyni

Um kl 6 í morgun hófst löndun á frystum makríl úr Aðalsteini Jónssyni SU 11 á Eskifirð. Aflinn var um 650 tonn og var löndun lokið á sjötta tímanum í eftirmiðdaginn. Þetta þýðir að aðeins tók um 9,5 virkar vinnustundir að landa aflanum þegar frá eru dregin neysluhlé eða um 68 tonn á timann. Til hamingju löndunarstrákar.

Þetta var önnur makríllöndun skipsins á yfirstandandi vertíð sem er vonandi að komast í gang, um mánuði seinna en á síðasta ári. Hákon EA er væntanlega á leið á miðin núna.

Á morgun landar frystitogarinn Barði í Neskaupstað rúmlega 5000 kössum af frystum afurðum.