Sjómannadagurinn

Tandraberg ehf óskar öllum sjómönnum til hamingju með daginn og þakkar samstarfið á liðnum árum

Störf í boði

VÉLVIRKI/JÁRNSMIÐUR OG VERKAMENN

Við hjá Tandraberg leitum að vélvirkja,járnsmið og/eða laghentum viðgerðarmanni.  Verkefnin eru helst upsetning á vélum og viðhald á fjölbreyttum tækjabúnaði. Við leitum helst af sjálfstæðum og samvikusömum aðila og eru góð laun í boði fyrir réttan aðila.

Við getum einnig bætt við okkur harðduglegum mönnum í fjölbreytta vinnu í þjónustu við öflugan sjávarútveg í Fjarðabyggð.  Vinnutími er mjög óreglulegur. Reynsla af vinnuvélum er kostur. Góð laun í boði.

Umsóknir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Við Sumarbyrjun

Nú er nýlokið ágætri Kolmunnavertíð. Starfsmenn Tandraberg höfðu í mörg horn að líta á vertíðinni og aðstoðuðu við löndun á flestum stoðum á austurlandi. Þessi Kolmunnavertíð var eftirfari óvæntrar loðnuvertíðar og hefur verið mikið að gera hjá okkur frá lokum sjómannaverkfalls og er kúturinn að réttast talsvert.

Nú tekur við undirbúningstímabil vegna makríl vertíðar sem felst aðallega í að byggja upp lager af brettum og hafa græjurnar í sæmilegu standi.