Góð vika

Vikan sem nú er að líða hefur verðið ágæt fyrir Tandraberg. Landað hefur verið tvisvar upp í grænlenska loðnuskipinu Polar Amaroq, frosinni loðnu. Samtal 1400 tonnum. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson landað um liðna helgi á Eskifirði 10 þúsund kössum af frystum afurðum. Nú stendur yfir londun úr frystitogaranum Barða á Neskaupsstað einng ca 10 þúsund kassar. Kaldbakur landaði á miðvikudag í Neskaupsstað umþb 400 körum af ísuðum fiski. Jón Kjartansson kom til Eskifjarðar á Miðvikudag með fullermi eða 2300 tonn af kolmunna sem landað var til bræðsli.

Þrátt fyrir ágætan gang eru blikur á lofti þar sem úthlutaðu loðnukvóti er mjög lítill en vonir standa til þess að meirra finnist af loðnu á komandi dögum.

Landanir í September

Brimnes
Mjög mikið hefur verið að gera í löndunum undanfarið, bæði frystum og ferskum fiski. Aðalsteinn Jónsson, Huginn, Hákon, Barði, Bjartur, Kristina, Vilhelm Þorsteinsson, Júlíus Geirmundsson, Frosti ÞH, Áskell, Bylgja eru meðal þeirra skipa sem við unnum við í September. Einnig hefur verið líflegt í útskipunum seinni part September. Október fór vel af stað þegar að Brimnes kom til Reyðarfjarðar í gær til löndunar. Hákon og Aðalsteinn Jónsson eru væntanlegir til löndunar um eða eftir helgi.

Annir við útskipanir

Miklar annir eru um þessar mundir við útskipanir á frystum afurðum í Fjarðabyggð. Tandraberg lestaði í dag ríflega 600 tonn af afurðum í Green Bergen á Eskifirði. Green Bergen sigldi rakleitt til Fáskrúðsfjarðar eftir lestun á Eskifirði í dag til lestunar.  

Þessa stundina er verið að leggja lokahönd á að lesta 3.500 tonn um borð í Green Maveric á Neskaupstað, en lestun hófst á fimmtudaginn í síðustu viku. Hlé var gert á lestun á meðan landað var um 2.000 tonnum úr Kristínu EA á laugardaginn. Á næstu dögum verður lestað í Neskaupstað í þrjú skip sem liggja í röð úti fyrir höfninni á Norðfirði og bíða þess að þau verði afgreidd. Á meðfylgjandi mynd má sjá skipin lóna í firðinum, Stigfoss innst, þá Harengus og yst Coral Mermaid. Myndin er fengin úr vefmyndavél Síldarvinnslunnar á vef Fjarðabyggðar.