Sjómannaverkfall

Fórnarlömb sjómannaverkfalls.

Vinnudeila Sjómanna og útgerðarmanna hefur nú staðið lengur en að þjóðin ætti að geta sætt sig við. Áhrifa þessarar vinnudeilu er farið að gæta í fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mörg þessara fyritækja og starfsfólks þeirra. Ég tel að það sé skýlaus skylda deilenda að semja strax. Með þessu er ég ekki að taka afstöðu með öðrum hvorum deiluaðilanum, en ég vorkenni hvorugum að skrifa undir samninga sem þeir eru ekki fullkomnlega ánægðir með. Það er nú einu sinni þannig að laun sjómanna eru í langflestum tilfellum miklu hærri en þeirra sem gjalda verkfallsins með atvinnuleysi og arðsemi útgerðarinnar margföld arðsemi þeirra fyrirtækja sem sérhæft hafa sig í þjónustu við sjávarútveg og eru nú bæði verkefna-og tekjulaus. Síðan má ekki gleyma því að áhrifa þessa verkfalls getur gætt mánuðum og jafnvel árum saman í lægra afurðaverði og missi markaða. Það hefur ekki bara áhrif á greinina sjálfa heldur þjóðarbúið í heild og við hljótum að gera þá kröfu um að vinnudeilur sem komnar eru í slíkan hnút og þessi deila er, séu stöðvaðar af ríkisvaldinu áður en að deilurnar valda þriðja aðila óbætanlegum skaða Ég tel að ríkisstjórnin ætti að gefa deilendum frest í mjög stuttan tíma til að klára sín mál, að öðrum kosti að setja lög á þvermóðskuna.

Einar Birgir Kristjánsson Framkvæmdastjóri

Makrílvertíðin í fullum gangi

makril

Undanfarnar vikur hefur verið mikið að gera hjá starfsmönnum Tandrabergs. Landburður hefur verið af makríl og á s.l. 3 vikum hafa starfsmenn félagsins landað u.þ.b. 13.000 tonnum af frosnum afurðum, stærstur hluti þess er makríll, en þó hafa grænlensk skip landað um 2400 tonnum af norsk-íslenskri síld. Þessu fylgir að mikil sala er á vörubrettum og enn sem fyrr er það Síldarvinnslan sem er lang-stærsti kaupandi brettanna. Brettasmíðavélin sem við tókum í notkun á síðasta ári hefur sannað ágæti sitt og smíðuð hafa verið upp í 1000 bretti á dag í vélinni. Þá hafa starfsmennirnir einnig á þessum tíma skipað út 2400 tonnum af fiskimjöli auk þess að skipa út hluta af þessum afurðum sem landað hefur verið. Ýmist í gáma eða beint í flutningaskip. Einnig hefur Ljósafell SU frá Fáskrúðsfirði landað hjá okkur undanfarnar vikur og undantekningalaust hefur skipið komið með fullfermi að landi.

Góð vika

Vikan sem nú er að líða hefur verðið ágæt fyrir Tandraberg. Landað hefur verið tvisvar upp í grænlenska loðnuskipinu Polar Amaroq, frosinni loðnu. Samtal 1400 tonnum. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson landað um liðna helgi á Eskifirði 10 þúsund kössum af frystum afurðum. Nú stendur yfir londun úr frystitogaranum Barða á Neskaupsstað einng ca 10 þúsund kassar. Kaldbakur landaði á miðvikudag í Neskaupsstað umþb 400 körum af ísuðum fiski. Jón Kjartansson kom til Eskifjarðar á Miðvikudag með fullermi eða 2300 tonn af kolmunna sem landað var til bræðsli.

Þrátt fyrir ágætan gang eru blikur á lofti þar sem úthlutaðu loðnukvóti er mjög lítill en vonir standa til þess að meirra finnist af loðnu á komandi dögum.