Tvær mjölútskipanir á innan við viku

Starfsmenn Tandrabergs skipuðu út um 2400 tonnum af kolmunnamjöli á tæpri viku á Eskifirði. Á fimmtudaginn í síðustu viku kom Hav Sand til Eskifjarðar og lestaði rúmlega 1140 tonn og Pluto var síðan mættur á miðvikudagsmorguninn til þess að lesta ríflega 1230 tonn af mjöli. Oftast líður ekki svo stuttur tími á milli afskipana á mjöli á Eskifirði en það kemur þó fyrir. 

Af öðrum skipakomum er það að frétta að Bjartur NK landaði rúmum 90 tonnum á mánudaginn á Neskaupstað. Bjartur er væntanlegur til löndunar mánudaginn 30. júní og þann sama dag stendur til að Barði NK komi inn til löndunar á Neskaupstað

Á meðfylgjandi mynd má sjá Smára sturta 17 tonnum á færibandið þegar Hav Sand var lestað í síðustu viku.

Mjölútskipun

Landanir vikunnar

Starfsmenn Tandrabergs eru þessa stundina að ljúka við löndun á 1900 tonnum af kolmunna úr Jóni Kjartanssyni sem kom til Eskifjarðar í gærkvöldi.

Bjartur landaði á Neskaupstað á þriðjudagsmorgun um 100 tonnum af bolfiski og línuskipið Anna EA landaði svipuðu magni á Eskifirði síðar um daginn.

Þá luku starfsmenn Tandrabergs við löndun á tæpum 48 þúsund tonnum af súráli á Mjóeyrarhöfn í gærmorgun. Það var gamall kunningi, Lowland Opal sem kom með farminn frá Sao Luis í Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Það tók því fimm og hálfan sólahring að tæma skipið.

Snjóflutningar fyrir Fortitude

Það er fátt sem Tandraberg tekur ekki að sér. Það var því auðsótt mál þegar Pegasus sló á þráðinn og óskaði eftir liðsinni Tandraberg við gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Fortitude. Liðsinnið fólst í því að flytja snjó ofan af Fagradal og niður á Reyðarfjörð. Tandraberg brást skjótt við og sendi þrjá bíla til verksins. Á meðfylgjandi myndum er verið að moka snjó á einn af bílum Tandrabergs í blíðunni sem alltaf virðist gera vart við sig þegar tökur á þáttaröðinni fara fram.